top of page

Fjarvíddarteikning - Herbergi með einum fjarvíddarpunkti

Updated: Jan 14, 2023


Eitt af verkefnum hjá 7. bekk er fjarvíddarteikning með einum fjarvíddarpunkti. Nemendur teikna herbergi og flestir teikna sitt herbergi eða draumaherbergið. Þetta er skemmtilegt verkefni sem hjálpar nemendum að átta sig á fjarvíddarteikningu og hversu auðvelt er að teikna upp herbergi ef maður þekkir reglurnar í fjarvíddarteikningunni. Allar línur ráðast út frá einum fjarvíddarpunkti sem er í miðjunni og er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um það með því að slá inn í leitarvél (google) "one point perspective". Hér er kennslumyndband. Í þessu verkefni eins og svo mörgum öðrum leyfi ég nemendum að njóta sín og ráða sjálfum hvernig þeir skreyta og bæta við lit í myndina. Allir byrja á að nota blýant og geta svo litað með tré-, túss-, vatns-, þekju- eða vaxlitum eða jafnvel skyggt myndina með blýanti, teiknipenna eða koli og hafa komið virkilega fínar teikningar og myndir frá nemendum.


Ég hef verið í meistaranámi frá HÍ og var á skemmtilegu námskeiði í vor sem heitir " Í takt við tímann " stafræn tækni í list- og verkgreinum. Þar fékk ég kennslu í og efldi áhuga minn á að blanda stafrænni tækni í sjónlistarkennsluna. Í undirbúningi fyrir þetta skólaár fór ég m.a. á áhugaverða ráðstefnu og lærði fullt af nýjum hlutum sem mig langar að bæta inn í kennsluna. Ráðstefnan var send út frá Bandaríkjunum og heitir "not just a Green screen summit" og hægt að kaupa aðgang að henni eftir á sem gildir í ár með endurmenntun fyrir nokkra daga. Hér er hlekkur á hana Það voru fjölmargir sem tóku þátt á netinu frá öllum heimshornum. Ég lærði þó nokkuð af nýjum hlutum sem gaman er að bæta við í kennsluna og þar fékk ég þessa skemmtilegu hugmynd að leyfa nemendum að setja sjálft sig inn í myndir með því að nota greenscreen eða grænskjá möguleika.


Í þessu samhengi fannst mér þetta verkefni svo upplagt fyrir "tækni-verkefni".

Þá geta nemendur gert stutt myndbönd og sagt frá herberginu sínu eða bara til að bæta við skemmtilegheitum með því að setja sjálft sig inn á verulega flott teikniverkefni.

Hér er sýnishorn sem ég gerði til að sýna nemendum möguleikana með tækninni.

Ég tók upp nokkurra sekúndna myndband af mér þar sem ég nota grænskjá á bakvið mig og breyti inni í keynote. Minnka þar myndbandið í hentuga stærð og klippi af bakgrunn (geri "no fill" í bakgrunni) og þar á eftir bý ég til myndband úr því með því að fara í export og velja mp4. Næst bý ég til nýtt verkefni í Imovie og set þar ljósmynd af teikningunni og bæti myndbandinu af mér sem greenscreen yfir teikninguna og voila! Þar kemur þetta fína og skemmtilega myndband af mér inni í herberginu sem ég teiknaði.


Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar til að hafa með fyrir Green screen innlögn.


Leiðbeiningar fyrir Green screen með ipad
.pdf
Download PDF • 454KB

Til viðbótar við teikningu og litun/málun á blaði er hægt að bæta við einhverju áður en sett er green screen og mögulega litað í Procreate til viðbótar við það sem búið var að teikna.
Keynote og Imovie eru forrit sem eru innbyggð í ipada (sem sagt frí forrit í ipadana) og eru vel þess virði að læra vel á til að nýta í kennsluna, kennslumyndbandagerð og kynningar. Ég mæli með að skoða kennslumyndbönd frá Björgvini Ívari um Keynote og Imovie.

Dæmi um nemendaverkefni hér fyrir neðan í fjarvíddarteikningu.


53 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page