top of page
Writer's pictureElín Berglind Skúladóttir

Hreyfimyndir og fjarvíddarteikning

Í verkefnavinnu er svo skemmtilegt að bæta tækni við hefðbundin verkefni og kenna nemendum því að nýta listaverk sín í að gera eitthvað meira úr þeim.


Eitt verkefni hjá 5. bekk er að gera húsateikningu með tveimur fjarvíddarpunktum. Ég gerði myndband sem útskýrði ferlið nokkuð vel og sýndi þeim. Förum við í gegnum ferlið að teikna í fjarvídd í kjölfarið og nemendur hafa svo aðgang að myndbandinu og geta fylgt eftir leiðbeiningum. Eins og alltaf hvet ég nemendur til að koma með eigin hugmyndir að útfærslu verkefnisins og styð alla persónulegu stimpla sem nemendur vilja leggja á sitt verk. Í þessu verkefni hafa flestir ef ekki allir upplifað á jákvæðan hátt bæði góðar framfarir og árangur í teikningu og hefur þetta verið mjög áhugavekjandi fyrir alla nemendur.


Ég hef haft Louisu Matthíasdóttir sem innblástur fyrir þetta verkefni þar sem nemendur fá stutta fræðslu um hana og við ræðum um ljós og skugga í húsamyndum hennar, einkennismerki hennar landslagið sem er áberandi í myndunum og ræðum um liti og rými verkanna.


Í þessu fjarvíddarverkefni lagði ég áherslu á að nemendur:

- þekkja verk Louisu Matthíasdóttir og sögu hennar í örstuttu máli.

- læra að teikna hús með tveggja punkta fjarvídd á einfaldan hátt.

- rifjuðu upp rýmin í teikningu - bakgrunnur, miðrými og forgrunnur.

- mála myndina á skipulagðan hátt, byrja efst, á bakgrunni og mála sig niður myndina í miðrými og forgrunn.

-þjálfa málun með þekjumálningu.

- gera mun á skugga og birtu á einfaldan hátt í málun.

Myndband með leiðbeiningum um tveggja fjarvíddarpunkta teikningu og málun


Næsta sem nemendur gerðu var að færa verkið í ipad og vinna með það í Procreate og gera úr því hreyfimynd. Teikna inn á myndina á nýjum layer - hlut/hluti sem þeir vilja að hreyfist og færa svo hlutina til, sameina með bakgrunninum og gefa myndina út sem GIF mynd.

Verkefni nemenda:



100 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page