Í ár var markmið mitt í kennslunni að bæta og þróa tækni inn í kennsluna hjá mér. Því eru nokkur verkefni sem nemendur skila stafrænt til mín og þar er 7. bekkur engin undantekning. Því ákvað ég að búa til stafrænar ferilmöppur á Padleti fyrir nemendur þar sem verkefni þeirra eru þeim sýnileg. Ég ákvað að setja öll verkefni nemenda inn í eina ferilmöppu og nota padlet sem grunn sem ég geri "remake" af og bæti við ef nemendur gerðu fleiri verkefni. Sjá Padlet í þessum hlekki. Í þessu eru lýsingar á verkefnum en inni á möppum nemenda setja þau myndir af verkefnum sínum og stafræn verkefni.
Hefðbundnu verkefnin eru í möppunum þeirra sem þau taka með sér heim en til að þau gætu tekið stafrænu verkefnin og ég ákvað að setja inn umsögn frá mér til þeirra í stafrænu ferilmöppuna þá heftaði ég QR kóða við möppurnar þeirra þar sem nemendur hafa aðgang að sinni ferilmöppu. Aldrei að vita nema að ég geri þetta með fleiri hópa eða útfæri á annan hátt.
Ég hef líka verið að nota Bookcreator sem ferilmöppur hjá yngri hópum og ætla mér að halda áfram með það hjá þeim hópum en Padlet er líka ágætisleið til að halda utan um námsmat og flýtir fyrir þegar kemur að námsmatinu í lok lotunnar.
Ég gerði sambærilegt hjá 6. bekk þar sem verkefni nemenda koma inn á Padlet merkt hverjum og einum og fá nemendur QR kóða heftaðan við möppuna sína þegar lotunni er lokið. Hlekkur hér.
Comments