top of page

Risaeðlur

Í haust vann nemendahópur hjá mér í risaeðluþema. Samstarf var við umsjónarkennara og meiri vinna fór fram þar, hjá mér var aðallega sköpunarvinnan.


Nemendur fengu aðgang að padlet sem er með allskyns upplýsingum um risaeðlur hér er hægt að nálgast padletið.

Nemendur unnu bæði í einstaklings- og hópavinnu og gerðu m.a. stórar risaeðlur á maskínupappír sem hópur og risaeðluteikningar og smíðaverkefni.


Einstaklingsverkefni þeirra var að teikna risaeðlu og búa til risaeðluna með mdf plötu og setja á lítinn undirstöðustall. Nemendur máttu nýta padletið til að fá hugmyndir og fyrirmyndir. Þar eru m.a. allskonar "how to draw" myndbönd sem ég leyfi nemendum gjarnan að æfa sig með. Síðan þegar búið var að teikna á blað nýttu nemendur sér "töfrapappír" eða kalkipappír svokallaðan til þess að setja myndina á viðarplötuna. Ég notaði mdf plötur sem voru svolítið þunnar. Þær hef ég ekki notað áður en næst ætla ég að nota krossvið í þetta eða samskonar verkefni, vegna þess að mdf plöturnar voru það mjúkar að þær áttu það til að "rifna" eða brotna ef nemendur beyttu laufsöginni ekki rétt á viðinn eða tæpt var að brún.


Námsmarkmið með þessu verkefni voru m.a. að læra á laufsagir, nýta eigin hugmyndir við skreytingu smíðaverkefna sinna, nota lím við samsetningar og nota eigin teikningar við smíðisgerð.

Mér fannst skemmtilegt hvernig þetta kom út og allskyns mismunandi útfærslur og stílfæringar. Hér fyrir neðan má sjá verkefni nemenda.28 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page