top of page

Skjaldbaka í hafi

Viðfangsefni: Skjaldbaka í hafi

Skjaldbaka - litahringurinn, línur, mynstur, trélitir

Haf - kaldir litir, loftbólur, pensilnotkun, slétt áferð.


Skjaldbökuverkefni – litahringur og línur:

Lota 1, um 60 mín.

Kynning og umræður um litahringinn og heita og kalda liti, grunnform og náttúruleg form.

Nemendur teikna skjaldböku á A4 blað með leiðbeiningu frá kennara, byrja á hring, teikna svo höfuð, rófu og fætur. Gera svo línur frá vinstri framfót að hægri aftari og öfugt og þvera línu í miðju og þá eru komin 6 hólf fyrir litahringinn. Litað með trélitum, þjálfað að lita fyrst meðfram línu og svo inni í hólfi. Byrjað að lita frumlitina 3, gulan, rauðan og bláan og svo litað litina á milli, appelsínugulan, fjólubláan og grænan. Unnið með að vandvirkni í litun með trélitum. Nemendum kynntur skali yfir hvernig við erum að lita og að reyna að alltaf að gera sitt besta og betur en síðast. Skalinn merktur með Fýlu-, strik- eða broskörlum. Klippt út skjaldböku og minnt á að merkja aftan á.Sýnt mismunandi línumynstur á töflunni og/eða á vinnublaði til að skreyta skjaldböku, hver „sneið“ eða „hólf“ skreytt með línumynstri.Lota 2, u.þ.b. 40-60 mín.Rifjað upp heita og kalda liti, notað kalda liti til að mála


hafið á A3 blað. Áhersla lögð á góða notkun á pensli og slétta vel úr málningu til að fá góða áferð og farið yfir hvaða penslar henti fyrir þekjumálningu. Þurrkað myndir með hárblására og síðan málað loftbólur með hvítri málningu. Notað fínan pensil og áhersla lögð á að nota einungis endann á hárunum. Gott að nefna að pensillinn sé eins og ballerína og hún vill alltaf vera á tánum, nota bara hárin en aldrei setja hana á hælinn sem er hjá járninu sem heldur hárunum. Málað mismunandi hringi fyrir loftbólur og kennt að styðja hendinni við borðið til að geta vandað sig sem best.

Lota 3, u.þ.b. 40-60 mín.Klára það sem eftir var, klippa skjaldböku og líma á hafið og merkja.

Nemendur hvattir til að nýta eigin hugmyndir við gerð línumynstur og teikningu á skjaldbökunni og mála hafið eftir eigin hugmyndum með kalda liti.

Orðaforði í tengslum við verkefnavinnu: Heitir og kaldir litir, litahringur, slétta áferð, áferð, pensillinn á tánum, pensilhár, grunnform, náttúruleg form, lína og mynstur.


Hér fyrir neðan er kennsluáætlun til að prenta út.skjaldbaka - kennsluáætlun
.pdf
Download PDF • 445KB28 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page