Stafræn sjálfsmynd eftir ljósmynd í Procreate
- Elín Berglind Skúladóttir
- Sep 22, 2022
- 1 min read
Þegar verið er að teikna stafræna sjálfsmynd er sniðug hugmynd að nýta ljósmynd sem bakgrunn fyrir teikninguna. Þá þarf maður að velja góða mynd og setja inn í Procreate.
Hér er kennslumyndband á ensku þar sem farið er yfir helstu atriði eins og að setja ljósmynd inn fyrir teikningu og "reference" eða mynd til að vinna eftir og teiknuð mynd í "teiknimyndastíl". Hvernig unnið er með lög eða "layers" í forritinu og hvað hvernig er gott að hugsa út í ljós og skugga.

Ég hvet nemendur til að vinna á sinn eigin hátt þrátt fyrir leiðbeiningar þá geti þeir alltaf stílfært á þann hátt sem þeir kjósa. Þetta er góð leið til að þjálfa leikni við að teikna í ipadinum og að læra á verkfærin í Procreate.
Comments