top of page

Stafræn teikning

Þegar ég vinn með stafræna teikningu hjá krökkum í 1.-5. bekk nota ég ipada og ipadpenna. Mest nota ég með yngri börnum forritið Sketchbook og hjá þessum eldri Procreate. Bæði forritin virka vel sem teikniforrit en í Procreate er hægt að gera aðeins flóknari verk og einnig hægt að gera hreyfimyndir eða GIF myndir, sem hægt væri að færa í önnur forrit og bæta við t.d. í Imovie. Í vetur eru teikningar sem þau gera í Sketchbook mikið búnar að vera afmæliskort, jólakort og litlar myndir. Þetta hef ég prentað út á um 120 gr. pappír og hefur komið vel út.

Þegar unnið er með stafræna teikningu er skemmtilegt að leyfa nemendum að prófa sig áfram og gera tilraunir og leiðbeina þeim þegar beðið er um aðstoð. Sem dæmi er hægt að gera tilraunir með þykkt á blýanti, pensli, penna, prófa litabreytingar, skyggja, vinna með layers eða lög myndanna, vinna með texta og emojitákn eins og er á fyrstu myndinni hér að neðan, speglun eins og er á síðustu myndinni hér að neðan.

Hér fyrir neðan eru dæmi um jólakortamyndir og myndir sem nemendur hafa gert frá mér, aldur er 3.-5. bekkur




15 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page