Samstarf við listasafn
UM SÍÐUNA
Þessi síða var gerð til að halda utan um verkefni sem ég hef lagt fyrir nemendur í list- og verkgreinum. Fyrir mig er hún til að halda utan um verkefnahugmyndir og miðla því sem ég er að gera.
Fyrir aðra er velkomið að nýta verkefnasíðuna fyrir sína kennslu sem hugmyndir eða innblástur að verkefnum.
Á síðunni má finna verkefni um sýndarveruleika í kennslu undir flipanu Sýndarveruleiki sem var lokaverkefni mitt í M.Ed. við kennslu list- og verkgreina við fagreinadeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ásamt því að undir flipanum Verkefni má finna fjölbreytt verkefni sem tengjast kennslu sjónlista eða list- og verkgreina. Sum þeirra eru gömul og önnur ný, ég leyfi þeim öllum að lifa. Áhersla mín undanfarið í kennslunni hefur mikið snúið að stafrænni sköpun og að bæta tækni við hefðbundin verkefni í sjónlistum.
Á síðunni er vefverslun þar sem hægt er að styrkja mig í rannsóknar- og þróunarvinnu fyrir myndlistarkennsluna með kaupum á leirmunum eftir mig og vörum til listsköpunar.
Elín Berglind Skúladóttir sjónlistakennari í Lundarskóla á Akureyri.
B.Ed. grunnskólakennarafræði, Kjörsvið -myndmennt HA 2009
M.Ed. kennslu list- og verkgreina HÍ 2024
Sköpun er ferli
Vefverslunin
Ég hef unnið í leirmótun frá unga aldri og alltaf verið heilluð. Síðustu ár hef ég heillast enn meira af leirnum og fundið leiðir fyrir mig til að efla mig í mótun og prófað mismunandi aðferðir, bæði í hábrennslu og lágbrennslu. Undanfarið hef ég unnið mikið í leirmótun með jarðleir, steinleir og raku brennslu.
Ég hef farið á ýmis námskeið í gegnum tíðina, meðal þess sem ég hef lært síðustu ár er leirmótun í meistaranámi mínu við HÍ og leirrennslu í Myndlistaskóla Kópavogs.
Hér er hægt að kaupa handgerða leirmuni eftir mig, ýmsar vörur til listsköpunar og fleira.
Í minni sköpun sæki ég í innblástur til íslenskrar náttúrunnar og menningar á vissan hátt. Nota ég til þess liti, form og vísun í dýr sem tengjast íslenskri menningu og sögu.
"Öll börn eru listamenn"
Pablo Picasso
“Our task is to educate their (our students) whole being so they can face the future. We may not see the future, but they will and our job is to help them make something of it.”
― Ken Robinson, The Element: How Finding Your Passion Changes Everything