top of page

Rómanskur og gotneskur byggingarstíll

Updated: Feb 18, 2023

Kennsluáætlun - Rómanskur og gotneskur byggingarstíll

Viðfangsefni: Rómönsk og gotnesk byggingarlist

- Byggingar á endurreisnartímabilinu, gluggar, byggingar

Rómanskar og gotneskar byggingar:

Lota 1, um 10-20 mín.

Kynning og umræður um rómanskan byggingarstíl og gotneskan byggingarstíl frá miðöldum, komið með útskýringar á hvernig hægt er að þekkja byggingar í hvorum arkítektúr fyrir sig og dæmi sem nemendur geta saman giskað á hvort að sé rómanskur og hvort sé gotneskur arkítektúr. Til stuðnings við innlögn hef ég notað myndband (um 5 mín.) af youtube um samanburð á milli þessarra stíla (ég hef lækkað í hljóði á myndbandinu og hef innlögn sjálf). https://www.youtube.com/watch?v=iQex-9566No

Einnig sýnt nokkur dæmi um kirkjur á Íslandi og nemendur sjá um að segja til um einkenni stíls hverrar kirkju.

Rómönsk list og stíll ( um 900-1200 e.kr. ) einkenndist af risavöxnum kirkjum og byggingum með bogadregnar línur í gluggum og hurðum, gjarnan voru gluggar litlir og lítil birta kom inn í þessar kirkjur. Gjarnan var þessi stíll í kirkjum í litlum og afskekktum þorpum.

Kaflar 10. og 11. í bókinni Listasaga- frá hellalist til 1900 e. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage (2013) fjalla um rómanska og gotneska list og er kennsluefni með þeim hér https://vefir.mms.is/listasaga/

Gotnesk list og stíll (um 1200-1500 e.kr. ) einkenndist einnig af risavöxnum byggingum en miklu opnari byggingar en áður var séð, oddboga í stað hringboga í hurðum, gluggum og utan á byggingum sáust súlur sem náðu saman og styrktu þessar háu byggingar, mikið til kirkjum og var þetta borgarlegi stíllinn. Gluggarnir voru fleiri og stærri og veggirnir léttari sem gerði það auðveldara fyrir að koma fyrir stórum gluggum. Fyrir vikið varð glerlistin vinsæl á þessum tíma og steindir gluggar bættust við freskurnar sem prýddu rómönsku kirkjurnar.


Lota 2, u.þ.b. 40-60 mín.

Nemendur fá að skoða byggingar með rómönskum og gotneskum stíl með sýndarveruleikagleraugum (Oculus quest) í gegnum forritið/appið Wander. Skemmtilegar byggingar til að sýna er t.d. Notre Dame kirkjan í París og skakki turninn í Pisa. Hægt er að finna margar byggingar með því að slá inn leitarorð á google romanesque architecture og gothic architecture.


Nemendur velja að teikna byggingu/kirkju/höll í anda gotneskum eða rómanskum byggingarstíls. Sýnt dæmi um múrsteinahleðslu, glugga, hurðar, sýna með og án reglustiku og hvernig hægt er að gera áferð á veggi byggingarinnar. Unnið með blýantsteikningu, pastelkrítar og pappírsvöndul.


Lota 3, u.þ.b. 40-60 mín.

Nemendur gera bakgrunn fyrir bygginguna, mála himinn með áherslu á litablöndun frá ljósu yfir í dökkt. Velja sjálfir hvaða lit þeir hafa í bakgrunni og lagt áherslu á slétta áferð með penslinum og að litir blandist vel og myndi eina heild. Notað hvítan til að blanda við lit til að fá ljósa tóna og blandað við svartan til að fá dökka tóna. Byggingin klippt út og límd á bakgrunn eftir að hann þornar (hárþurrka kemur þar vel að gagni).


Hlekkur á Padlet lesborð sem ég nota í kennslu um rómanskan og gotneskan byggingarstíl

Hér fyrir neðan er kennsluáætlun til að hlaða niður og prenta út.


rómönsk og gotnesk byggingarlist - kennsluáætlun
.pdf
Download PDF • 190KB

Sýnishorn af verkefnum nemenda:

Frjáls túlkun á gotneskum eða rómanskum byggingarstíl.


53 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page