top of page

Sjálfsmynd - portrett - með AR (augmented reality) möguleikum

Updated: Jul 26, 2023

Þegar 6. bekkur er að læra um hlutföll í andliti hjá mér finnst mér gott að leyfa þeim að ráða hvaða leið þau fara í að skreyta myndina, þ.e. þau ráða hvort að þau noti vatnsliti, þekjuliti, tréliti, tússliti, kol,olíukrít, blýantsteikningu eða pastelkrítar. Nemendur hafa þá áður (í 4. og 5. bekk) farið í gegnum ferlið að blanda mismunandi húðliti með þekjulitum og lært um hlutföll í andliti og í 6. bekk leyfi ég þeim að fara svolítið sínar eigin leiðir í þessu og nýti ef þau vilja myndbönd af netinu sem ég hef valið eða þau velja sjálf með mínu samþykki til að hjálpa þeim. Þá horfi ég til gæða kennslumyndbanda við valið. Hér er eitt sem ég bjó til fyrir þetta verkefni

Ég legg áherslu á hlutföllin og andlitseinkenni hjá hverjum og einum. Fæ nemendur til að reyna að láta myndina líkjast þeim sjálfum. Hárlitur, húðlitur, augnlitur o.s.frv. sé svipað þeirra er ef þau kjósa að lita og hafa skugga þar sem við á, í kringum augu, nef, munn, aðeins við hárlínuna og við eyru og höku.





Til þess að fara með þetta klassíska verkefni á næsta level ef svo má að orði komast hef ég látið nemendur taka ljósmynd af þessari mynd þegar henni er lokið. Setja hana inn í Procreate appið (hægt að nota önnur teikniöpp) og búa til GIF mynd með mismunandi svipbrigðum í andliti viðkomandi. Þá teikna þau eftir útlínum af myndinni sinni, tvöfalda það lag, breyta augnsvip, munnsvip og geta jafnvel gert aðeins breytingu á eyrum, hári eða nefi til að fá smá hreyfingu í myndina. Svo lita þau myndina á annað lag og geta tvöfaldað það og gert örlitlar breytingar með því að laga þar sem þarf til að myndirnar gangi upp. Gott er að gera um 4-5 myndir til að fá smá hreyfingu. Svo er sameinað þær myndir sem þarf og myndin "exportuð" eða gefin út sem Animated GIF mynd. Leiðbeiningar hér.



Þegar þarna er komið er gott að hafa forrit sem heitir Eye jack creator í borðtölvu/fartölvu.


Þá hleður maður upp ljósmynd af upphaflegu myndinni og GIF myndina sem búin var til í Procreate (eða öðru forriti) inn í Eye jack. Þá er hægt að nota forrit í Ipada eða önnur snjalltæki (farsíma og spjaldtölvur) sem heitir Eye jack App til þess að skoða GIF myndina með QR kóðanum sem fylgir með þegar þú hlóðst upp myndinni.

Ferlið í þessu forriti er frekar einfalt og má sjá hér fyrir neðan:



Til þess að skoða myndina með AR tækninni þarf síðan að bæta forritinu Eye jack app við í snjalltæki - sem getur verið ipad, farsíma eða annað snjalltæki (bæði til í Android og Apple) og skanna inn QR kóðann sem fylgir myndinni og fara svo með myndavélina yfir myndina og þá lifnar hún við. Sjá hér að neðan. Þetta virkar bæði á myndina sem er komin inn í tölvuna og sjálfa myndina sem var búin til.


Að bæta við "gagnauknum veruleika" (AR - augmented reality) er virkilega skemmtileg hugmynd sem ég fékk í náminu mínu frá HÍ og hef fengið fleiri skemmtilegar hugmyndir með nýtingu á þessum möguleika frá Tricia Fuglestadt.


Kennsluvefur fyrir nemendur settur upp á Padlet hér


Hér fyrir neðan eru nokkur sjálfsmyndarverk nemenda og þar fyrir neðan sjálfsmyndir með hreyfimynd til hliðar.






84 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page