Stop motion eða hreyfimyndagerð er skemmtileg leið til skapandi skila á verkefnum. Stop motion studio er forrit sem ég nota gjarnan með nemendum til hreyfimyndagerðar og virkar þannig að tekin er ljósmynd af hverri hreyfingu sem verður að einu myndbandi, hægt er að setja inn hljóð eftir á og er það einfalt ferli.
Við skiptum Stop motion eða hreyfimyndum í fjóra flokka:
Claymation - leir hreyfist og lifnar við - alls konar skapandi hluti hægt búa til með leir.
Object motion - hlutir hreyfast t.d. hægt að nota Lego eða Playmo í þessa gerð stop motion.
Pixilation - fólk hreyfist t.d. er sniðugt að hoppa og taka upp eins og fólk fljúgi um.
Cut out motion - pappír notaður í hreyfimyndagerð, klipptur, hreyfist o.fl.
Svo er hægt að blanda þessu öllu saman.
Ég hef notað allar þessar aðferðir sem ég nefni í sköpun með börnum og unglingum og þetta eru yfirleitt skemmtilegir sketchar sem krakkarnir gera og oftast hafa þau gert Object motion myndbönd og notað Lego eins og er hér til hliðar.
Hér fyrir neðan eru grunnleiðbeiningar á forritið Stop motion studio, sem er fáanlegt í bæði Android- og Applestore.
Comments